Enn og aftur komst Konditorsamband Íslands í erlendar fréttir í rótgróna og virtasta fagtímaritið Candis þar sem heimsókn Konditorssambandsins á Bessastaði í júlí 2012 er brennidepill fréttarinnar.
Af því tilefni ætlar Konditorsamband Íslands að gefa lesendum litla jólagjöf. Það eru allir velkomnir að koma upp í Bernhöftsbakarí á Bergstaðastræti 13 og sækja sér frítt eintak af Candis fagblaðinu. Candis fagblaðið hefur verið gefið út í yfir 40 ár og er á þremur tungumálum þýsku, ensku og frönsku.
Allir velkomnir meðan birgðir endast.