Global Pastry Chefs Challenge eða keppnin um besta konditor Norður Evrópu var haldin samhliða Norðurlandaþingi matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku dagana 4.-6. júní s.l.
Íslenski keppandinn Axel Þorsteinsson er 26 ára og starfar á Apótek Restaurant, en hann sigraði í keppninni „bakari ársins“ árið 2011. Axel er meðlimur í Konditorsambandi Íslands.
Keppnin var spennandi og mikil reynsla sem maður fær í keppni sem þessari. Reynslan nýtist í framtíðinni í áframhaldandi keppnum og í mínu fagi við eftirréttagerð.
Segir Axel sem stefnir á frekari keppnir og var nýlega valinn í Kokkalandsliðið.
Axel gerði eftirrétti og sýningarstykki í keppninni sem svo var dæmt af hópi dómara. Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari úr Mosfellsbakarí var fulltrúi Íslands í dómnefndinni.
Keppnisúrslit í „Global Pastry Chefs Challenge“ eða um besta konditor Norður Evrópu og sigurvegari í þeirri keppni varð Frida Bäcke frá Svíþjóð.
Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem sendir sex keppendur til leiks í sex einstaklingskeppnum í Danmörku dagana 4.-6. júní, en klúbburinn hefur ávallt unnið að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri Kokkalandsliðsins.
Mynd: Sveinbjörn Úlfarsson