Hver er konditor?

Konditor er iðngrein sem löggilt var á Íslandi með útgáfu fyrstu iðnaðarlaganna 1927 og kallast á Íslandi „kökugerð“. Í samanburði við gamlar iðngreinar eins og bakaraiðn er konditorfagið harla ungt. Á 15. öld tóku bakarar í Evrópu að baka vörur úr hunangi, þurrkuðum ávöxtum og kryddum. Kölluðust þeir hunangskökubakarar og stofnuðu sitt fyrsta iðngildi árið 1643 í Nürnberg í Þýskalandi.

Konditorfagið er mjög skylt bakaraiðn og þróaðist út frá henni. En eftir því sem vöruúrvalið jókst varð þörfin fyrir sérstaka nafngift stéttarinnar greinilegri, nafngift sem endurspeglaði starfsviðið. Þeir bakarar sem þannig sérhæfðu sig nefndu sig því „sykurbakara“. Það var svo á 16. öld að latneska orðinu „condire“ tók bregða fyrir í samhengi sykurbaksturs; upp frá því breyttist starfsheitið í „konditor“.

Við hvað starfa konditorar?

Konditorar starfa við konditori (kökugerð), í bakaríum, sinna sælgætisgerð og vinna á veitingahúsum við tertu- og kökubökun, gerð eftirétta og skreytingar.