Glæsilegt súrdeigsbrauðanámskeið | Nigel Saunders sýndi nýtt og afar spennandi lífrænt súrdeig

Valrhona Súkkulaði
Ekran og Valrhona stofna félag/klúbb á Íslandi
27.05.2013
Konditorsamband Íslands - Logo
Bakarí á Íslandi nota orðið Konditor of frjálslega | … óheimilt samkvæmt lögum
24.06.2013
Sýna allt

Glæsilegt súrdeigsbrauðanámskeið | Nigel Saunders sýndi nýtt og afar spennandi lífrænt súrdeig

Fimmtudaginn 30. maí 2013 var haldið á vegum Innbak og Lesaffre í Hótel og matvælaskólanum afar glæsilegt súrdeigsbrauðanámskeið. Mættir voru til leiks 11 bakaranemar, sveinar og meistarar.

Enski bakarinn Nigel Saunders kom á vegum franska ger framleiðandans Lesaffre og bakaði fjórar mismunandi tegundir af súrdeigsbrauðum.

Kynnt var fyrir bökurum nýtt og afar spennandi efni sem er 100% lífrænt súrdeig. Er hægt að baka brauð algjörlega án viðbætts gers. Súrdeigið kemur fljótandi í 5 lítra brúsum og ábyrgist framleiðandinn lyftikraft í að minnsta kosti 9 vikur frá framleiðsludegi. Súrdegið heitir Crème de Levain® og er skrásett vörumerki Lesaffre. Er þetta fyrsta virka súrdegið sinnar tegundar í heiminum.

Við bakstur úr Créme de Levan fást margir góðir kostir td.:

  • Skorpan verður stökk, fallega brún og gefur gott bragð.
  • Holurnar í brauðinu verða stórar og óreglulegar en mjög mjúkar en skorpan hörð.
  • Eftir bakstur ilmar brauðið að léttum súrdeigskeim og hefur mjög langan geymslutíma.

Dagskrá námskeiðisins var:

  • Súrdeigsbrauð – Boule au Levain
  • Ciabatta úr Crém de Levain
  • Focaccia úr Crém de Levain
  • Fiche Flute úr Crém de Levain

Með því að nota Crème de Levain® er hægt að baka hefðbundin frönsk brauð eftir ‘Décret Pain’ reglunum.

Smellið hér til að skoða myndir frá námskeiðinu.

Heimasíða Lesaffre.