Hvar get ég lært að verða konditor?

Upplýsingar um konditornám:

Konditornám er að hluta til hægt að læra á Íslandi. Nokkur konditori hérlendis eru með nema á samningi og taka nemarnir verklega hlutann hér, en fara til útlanda í skóla. Ekki er möguleiki á að taka allt námið hérlendis. Alltaf verður að fara í skóla og taka sveinspróf erlendis. Flestir nemarnir fara til Ringsted í Danmörku.

Danmörk:

ZBC í Ringsted er eini skólinn sem býður upp á konditornám í Danmörku. Þar starfa mjög færir kennarar. Þar á meðal Poul Erik og Carsten Kej sem einnig þjálfar danska kokkalandsliðið. Í náminu er lögð áhersla á nýjar aðferðir í bland við hefðbundin fræði.

Konditornámið tekur 3 ár og 7 mánuði. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Nemandi þarf að vera með námssamning við viðurkennt bakarí og faglærðan konditormeistara. Náminu lýkur með sveinsprófi.

Ef nemandi er með sveinspróf í bakaraiðn eða matreiðslu styttist námið að einhverju marki. Hvert tilfelli er metið fyrir sig.

Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni hér, eða á heimasíðu skólans hér.

Þýskaland:

Konditornámið í Þýskalandi tekur að jafnaði 3 ár fyrir þá sem læra það frá grunni. Hyggist hins vegar bakari bæta konditormenntun við sig, tekur hún eitt ár. Í Þýskalandi er eingöngu hægt að læra að verða konditor undir handleiðslu konditormeistara.

Fjöldinn allur af konditorskólum er í Þýskalandi, en hér að neðan er listi yfir þá helstu sem bjóða upp á meistarapróf:

Akademie der Konditoren-Innung Berlin

Weinheimer Str. 13

14199 Berlin

Tel.: 030 – 810 55 73 10

Fax: 030 – 810 55 7319

Email: [email protected]

www.berliner-konditoren.de

Städt. Meisterschule für das Konditorenhandwerk Fachschule der Landeshauptstadt

Simon Knoll Platz 3

81669 München

Tel.: 089 – 233 – 31700

FAx: 089 – 233 – 31702

Email: [email protected]

www.mskond.musin.de

Konditoren-Fach- und Meisterschule Iserlohn

Berufsbildungszentrum der Kreishandwerkerschaft Märkischer Kreis

Handwerkerstr. 2

58638 Iserlohn

Tel.: 02371 – 958139/17

Fax: 02371 – 958177

Email: [email protected]

www.konditoren-meisterschule.de

Fachschule der Konditoren in der Gewerblichen Schule Im Hoppenlau

Rosenbergstr. 17

70176 Stuttgart

Tel.: 0711 – 224020

Email: [email protected]

www.hoppenlau.de

Bildungs- und Technologiezentrum der Handwerkskammer Chemnitz

Fachkabinett Konditoren

Limbacher Str. 195

09116 Chemnitz

Tel.: 0371 – 53640

Fax: 0371 – 5364444

E-Mail: [email protected]

Konditorenmeisterschule bei der Handwerkskammer zu Köln

Köhlstraße 8

50827 Köln

Tel.: 0221 – 2022-268

Fax: 0221 – 2022-370

Email: [email protected]

Johannes-Gutenberg-Schule

Wieblinger Weg 24/7

69115 Heidelberg

Tel.: 06221 – 528700

Fax: 06221 – 21472

E-Mail: [email protected]

www.jgs-heidelberg.de