Konditorsamband Íslands stofnað

Forseti
Konditorsamband Íslands afhenti nýendurkjörnum Forseta Íslands Forsetakökuna
01.07.2012
Sýna allt

Konditorsamband Íslands stofnað

Konditorsamband Íslands

Frá stofnfundi

Konditorsamband ÍslandsKonditorsamband Íslands var stofnað 1. mars 2012. Markmið og tilgangur félagsins er að safna saman í ein samtök öllum konditorum og fyrirtækjum sem standa að rekstri konditori (kökugerða), auka menntun, verkkunnáttu, virðingu og vöruvöndun í greininni. Jafnframt að undirstrika og berjast fyrir sérstöðu hennar sem sjálfstæðrar iðngreinar.

Til að fá inngöngu Konditorsamband Íslands, þarf sá aðili að vera með sveinsbréf í konditori eða meistarabréf í kökugerð, fyrirtæki sem hafa áhuga á að ganga í sambandið þurfa að hafa starfandi sjá sér að minnsta kosti einn konditor.

Á stofnfundinum var kosið í aðalstjórn og formaður félagsins er Sigurður Már Guðjónsson bakara og konditormeistari. Varaformaður er Karl Viggó Vigfússon, ritari Jón Ingi Ólafsson, gjaldkeri Haukur Leifs Hauksson og stjórnarmaður Axel Þorsteinsson.

Stjórnin hefur hist þrisvar síðan Konditorsamband Íslands var stofnað. Fjölgað hefur hratt í félaginu og eru nú meðlimir um 20 talsins.

Konditorsamband Íslands

Er stofnun félagsins mikið framfaraskref fyrir alla konditora á Íslandi. Konditorar hafa verið starfandi í landinu síðan í byrjun 20. aldar, en ekki stofnað löglegt félag fyrr en nú.

 

Skrifað af:Axel Þorsteinsson

Myndir: Matthías Þórarinsson