Notkun Reynis bakara á orðinu Konditori óheimil

Ragnheiður Ýr Markúsdóttir – Konditor
Ragnheiður nýútskrifuð úr konditorskólanum í Ringsted| Starfar nú sem Konditor í Mosfellsbakarí
14.07.2015
Helgi Steinar Karlsson og Sigurður Már Guðjónsson
Einkavæðing iðnnáms
09.10.2015
Sýna allt

Notkun Reynis bakara á orðinu Konditori óheimil

Reynir bakari - Logo

Eins og fram hefur komið þá kvartaði Konditorsamband Íslands til Neytendastofu vegna notkunnar Reynis bakara á heitinu Konditori sem leiddi til þess að Neytendastofa taldi óheimilt að nota orðið Konditori. Reynir bakari kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála, að því er fram kemur á vefnum veitingageirinn.is.

Taldi að á Íslandi lærðu bakarar bæði brauð- og kökugerð saman og hefði hann því fullan rétt á notkun heitisins Konditori

Það var síðan 11. ágúst s.l. sem að áfrýjunarnefnd neytendamála tók fyrir kæru Reynis bakara um ákvörðun Neytendastofu. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Reyni bakara væri notkun á orðinu KONDITORI óheimil. Var þar ákvörðun Neytendastofu frá 18. febrúar 2015 staðfest. Ein aðalmálsvörn Reynis bakara var sú að á Íslandi lærðu bakarar bæði brauð- og kökugerð saman og hefði hann því fullan rétt á notkun heitisins Konditori. Nefndin benti hins vegar á það að samkvæmt reglugerð um löggiltar iðngreinar nr. 940/1999 væru bakaraiðn og kökugerð tvær aðskildar iðngreinar. Fyrir liggur að hjá Reyni bakara starfar ekki faglærður kökugerðarmaður. Með notkun á orðinu KONDITORI gefur hann hið gagnstæða til kynna og er með því að blekkja neytendur samkvæmt 1.mgr. 9 gr. sbr. 5. og 8. gr. laga nr. 57/2005.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef veitingageirans hér.