Bannað að kenna sig við konditori

Volcano bakery
Haukur Leifs opnar íslenskt bakarí á Nýfundnalandi
31.08.2016
Bakarameistarinn Walter Gräper
Walter Gräper 100 ára og starfar enn sem bakari – Vídeó
14.11.2016
Sýna allt

Bannað að kenna sig við konditori

Konfekt

Neytendastofa hefur bannað bakaríunum Okkar bakarí, Sveinsbakarí og Guðnabakarí að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að rekstraraðilar bakaríanna hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti. Sambandið hafi orðið vart við að bakaríin hafi um nokkurt skeið notað orðið „konditori“ í atvinnurekstri sínum, sem fyrirtækjunum sé óheimilt. Samkvæmt iðnaðarlögum þarf að ljúka námi í kökugerð til þess að mega nota starfsheitið.

Neytendastofa taldi að notkun á heitinu „konditori“ í markaðssetningu gæfi með augljósum hætti til kynna að sá sem einkenni sig með heitinu hafi tilskilin réttindi til að nota heitið. Neytendastofa tók því ákvörðun um að notkun þeirra á orðinu konditori væri villandi gagnvart neytendum.

Ákvarðanirnar má finna á vef Neytendastofu á eftirfarandi vefslóðum:

Notkun Guðnabakarís á orðinu „konditori“ – Nánar

Notkun Sveinsbakarís á orðinu „konditori“ – Nánar

Notkun Okkar bakarís á orðinu „konditori“ – Nánar