Þegar Haukur Leifs Hauksson ákvað að opna íslenskt bakarí í bænum St. John’s á Nýfundnalandi hafði hann áhyggjur af því að heimamenn myndu ekki falla fyrir íslensku bakkelsi. Móttökurnar hafa hins vegar verið vonum framar og sérstaklega hafa íslensku snúðarnir slegið í gegn.
Volcano bakaríið var opnað 11. ágúst í St. John’s, sem er höfuðborg Nýfundnalands í Kanada þar sem Haukur og eiginkona hans Aðalbjörg Sigurþórsdóttir hafa búið frá árinu 2013 þegar henni bauðst vinna þar á vegum endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Mynd: facebook / Volcano Bakery