Hrafnhildur lauk sveinsprófi í konditori með ROS

Skúbb
Konditormeistarar opna ísbúð
28.04.2017
Rannsókn
Veldur glútenlaust matarræði sykursýki? – Ný rannsókn tengir mataræðið við sjúkdóminn
20.06.2017
Sýna allt

Hrafnhildur lauk sveinsprófi í konditori með ROS

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir

Hinn 4. maí síðastliðinn þreyttu 20 nemar sveinspróf í konditori (kökugerð) við ZBC Ringsted í Danmörku.  Meðal nemanna var íslensk stúlka að nafni Hrafnhildur frá Grindavík.  Veitingageirinn tók hana tali í tilefni af áfanganum.

Hver er konditorinn?

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir heiti ég og er að verða 23 ára gömul á þessu ári. Ég er uppalin í Grindavík.

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir

Aftari röð frá vinstri:
Andersen Bakery Tivoli – Rasmus Pape Selsing (BRONZE)
Le Gâteau – Mikkel Frydenlund Christensen
Reinh.Van Hauen ApS – Hrafnhildur A. Sigurdardóttir (ROS)
Holms Café & Brød ApS – Muhammed Abdi Hassan
Lagkagehuset – Viborg – Louise Wiborg
Kirstens Konditori ApS – Malene Elmelund Hansen (ROS)
Conditori La Glace v/ Marianne Kolos – Emil Luigi Mathis Vang
Konditor/Boysen københavn – Kristine Bjerregaard (ROS)
Conditori La Glace v/ Marianne Kolos – Karstin Magnussen (BRONZE)
Conditori La Glace v/ Marianne Kolos – Kevin Amtoft Christensen (ROS)
Fremri röð frá vinstri:
Sweet Valentine ApS – Celine Rye Hansen
Meyers Bageri – Mie Kølbæk Olesen, (ROS)
Hotel D’angleterre ApS – Katrine Faust Andersen (BRONZE)
Konditoriet v/ Michael Hjort – Line Wolter (ROS)
Salling A/S – Malene Malathi Højris Pedersen
Kageriget V/ Anita Nielsen – Josefine Hartvig Nielsen
Vedels V/ Henrik Vedel – Ida Althea Brøndum Heidemann
Helsted Bageren ApS – Stefanie Katja Petersen (ROS)
Kring Chokolade V/ Rikke Kring Jensen – Jessica Godske Pedersen
Munkegårdens Bageri – Camilla Andersen
Mynd: zbc.dk

Hvar lærðir þú?

Ég byrjaði í bakaranámi hjá föður mínum í Hérastubb bakara í Grindavík árið 2010.  Fór fyrst í grunndeild matvæla, síðan í bakaradeild og útskrifaðist úr MK í maí 2014.  Sveinsprófi í bakaraiðn lauk ég svo í desember 2014.

Það var svo í byrjun janúar 2016 sem ég hóf konditornám í Danmörku. Ég komst á samning hjá frábæru konditori í Kaupmannahöfn sem heitir Reinh. van Hauen og lauk sveinsprófi núna 4. maí með ROS.  Verknámið sótti ég í ZBC í Ringsted.

Hvað er námið langt?

Þetta nám er 3 ár og 7 mánuðir.  En 1 og ½ ár fyrir þá sem lokið hafa námi í bakaraiðn.

Hvernig er námið uppbyggt?

Venjulega byrjar fólk á að vera eitt ár á samning áður en það fer í skólann:
2 x 10 vikur sem er grunndeildin, sem er tekið allt í einu.
4 x 4 vikur, þær eru dreifðar, þetta eru allt kennsla í Konditori.
2 x 1 vika, þessar tvær vikur eru saman og er undirbúningur fyrir sveinspróf.
Bóklegt og verklegt sveinspróf.

Tóku margir próf núna í vor?

Það voru 20 nemar sem útskrifuðust núna í vor. Af okkur fengu 7 viðurkenninguna ROS eins og þeir segja á dönsku og 3 fengu bronzemedalíu.

Hvaða verkefni þurftir þú að leysa á prófinu og hvað tók það langan tíma?

Verklega prófið er 7 tímar og 45 mín og þurfti ég að baka eftirfarandi:

3ja hæða köku (hvítsúkkulaðiskyrmousse med lime, jarðaberja og passion geli, heslihnetukex og browniebotn, spautuð með hvítu súkkulaði)

Hrærða köku, hjúpaða með marsipani, áletrun og marsipanrósum ( rabbabara og hafrakaka, en ég tók hjónabandssælu og breytti henni i hrærða köku )

10 x eftirrétti eða 1 x eftirréttaköku (Ég gerði 10 desserta og í þeim var ljós súkkulaðimousse með rifsberja og jarðaberjageli, brownie, fersk rifsber og súkkulaði/heslihnetucrumble)

20 Croisssant-vínarbrauð eða smjördeig (ég valdi croissant og rúllaði það með íslensku smjöri)

15 konfektmola međ fyllingu (Dökkt súkkulaði með gulu og rauðu kakósmjöri með lakkrís og tópasfyllingu) en svo bjó ég til lakkrís “hraunmola” svo að konfektið væri eins og nokkurskonar eldgos.

Viku fyrir próf drögum við svo restina af verkefninu okkar og það sem ég átti að gera var:

Kransakökuhorn – sumir drógu vöggu eða strýtu.

Pannakotta sem klassík – en það eru 17 klassíker sem maður getur dregið.

Súkkulaðiskraut – einnig hægt að draga sykurskraut eða marsipan.

Hver eru framtíðarplönin?

Framtíðarplönin eru nokkuð óljós, en núna mun ég vinna áfram í Danmörku til 5. júlí þar sem samningurinn minn rennur út þá.  Og eftir samninginn ætla ég að kíkja aðeins á klakann í 1 til 2 mánuði og svo kannski að flytja í eitthvað annað spennandi land að vinna. En ég ætla aðeins ađ hugsa málið betur áður en ég ákveð mig.

Með fylgja myndir frá sveinsprófi Hrafnhildar.