Íslensk útrás

Sigurður Már Guðjónsson
Íslenskur konditor heiðraður
14.10.2012
Fagtímaritið Candis
Konditorsamband Íslands gefur eintak af Candis fagblaðinu
12.12.2012
Sýna allt

Íslensk útrás

Heiðraður

Konditorsambandið gerði á dögunum Gerhard Schenk formann U.I.P.C.G. og formann þýska Konditorsambandsins að sýnum fyrsta heiðursfélaga. Var honum við hátíðlega athöfn veittur heiðursskjöldur og fáni félagsins af því tilefni.

Lýsti Schenk yfir mikilli ánægju með þennan heiður, og ætlar hann að stilla bæði fánanum og skildinum upp í Konditori sínu í Augsburg í Bæjaralandi. Nefndi hann sérstaklega hversu ánægjulegt það væri að fylgjast með konditorunum á Íslandi vaxa og dafna. Starf Íslendingana ætti að vera öðrum mikil hvatning, hér væri duglegt fólk á ferð.