Önnu Konditorí hefur sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar, sem hefur getið sér gott orð fyrir gómsætar snittur. Lárus er matreiðslumeistari að mennt en hann hefur rekið veisluþjónustuna í nær 30 ár við góðan orðstír. Lárus varð sjötugur í fyrra og gerir ráð fyrir að fara að rifa seglin.
Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er staðsett á annari hæð við Nýbílaveg 32 í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti
Önnu Konditorí var staðsett að Lyngási 18 Garðabæ, en hefur flutt alla starfsemina við Nýbílaveg 32 Kópavogi þar sem veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er til húsa.