Gleðitíðindi fyrir Konditorsambandið

Konditorei & Cafe
Fjallað um Konditorsamband Íslands í einu virtasta Konditor tímariti heims
16.08.2012
Björn Björnsson, konditormeistari
Viðtal – Björn Björnsson konditormeistara
27.09.2012
Sýna allt

Gleðitíðindi fyrir Konditorsambandið

Konditorsamband Íslands - Logo
Nú í vikunni var Konditorsamband Íslands formlega tekið inn í alheimssamtök Konditora U.I.P.C.G.(Union Internationale de la Patisserie, Confiserie, Glacerie – International Union of Bakers and Confectioners).
Þetta er mikil viðurkenning fyrir nýstofnuð samtök Íslenskra Konditora og opnar mikla möguleika á að auka erlent samstarf og auka metnað Íslenskra Konditora. Konditorsambandið hefur nú öðlast kosninga rétt og þar með geta haft áhrif út fyrir landsteinana.
Einnig getur sambandið tekið þátt í heimsmeistaramótum, bæði fyrir unga Konditora og þá sem eru eldri. Skrifað var um Konditorsambandið í blaði þýska Konditorsamtakana “Konditorei&Café“, en blaðið er mjög virt og er dreift í 50 – 60 þúsund eintökum mánaðarlega um allan heim.

Sjá má á heimasíðu alheimssamtaka Konditora mynd af stjórninni með forsetanum, þegar þeir afhentu endukjörnum forseta Íslands köku í tilefni dagsins.

Spennandi tímar eru framundan hjá Konditorsambandinu og verður gaman að fylgjast með.