Kökugerð bjargað af aftökulista Iðnaðarráðuneytisins – Loks fullgild iðngrein á Íslandi

Helgi Steinar Karlsson og Sigurður Már Guðjónsson
Sérhagsmunasamtök sýna klærnar
09.01.2016
Axel Þorsteinsson bakari & konditor
Axel Þorsteinsson konditor sigraði Kahlúa kökukeppnina
02.05.2016
Sýna allt

Kökugerð bjargað af aftökulista Iðnaðarráðuneytisins – Loks fullgild iðngrein á Íslandi

Makkarónur

Haustið 2013 hafði Iðnaðarráðuneytið til umfjöllunar breytingar á iðnaðarlögum nr. 42/1978.  Var m.a. lagt til að þær iðngreinar sem hvorki væru kenndar á Íslandi né námsskrá væri til fyrir yrðu ekki lengur lögverndaðar.

Birti ráðuneytið pdf lista með þeim greinum sem það vildi leggja niður og var Kökugerð (konditor) meðal þeirra.  Nám í kökugerð er að hluta til hægt að læra á Íslandi og hafa nokkrir tugir tekið sveinspróf í greininni í gegnum tíðina.  Nokkur fyrirtæki hérlendis eru með nema á samningi og taka nemarnir verklega hlutann hér, en fara erlendis í skóla.  Alltaf verður að fara í skóla og taka sveinspróf erlendis og fara flestir nemarnir til Ringsted í Danmörku.

Að frumkvæði Sigurðar Más Guðjónssonar formanns Konditorsambands Íslands, Jóhannesar Felixsonar þáverandi formanns LABAK og Níelsar S. Olgeirssonar formanns Matvís var ráðist í að þýða dönsku námskrárnar í bakaraiðn og kökugerð.  Markmiðið var að bjarga kökugerð af aftökulista ráðuneytisins, því þótt kökugerð sé búin að vera löggilt iðngrein á Íslandi síðan árið 1927 hefur hvorki verið til námsskrá né starfslýsing og hæfnikröfur fyrir greina.

Starfsgreinaráð matvæla-, veitinga og ferðaþjónustugreina studdist við dönsku þýðinguna við gerð á starfslýsingu og hæfnikröfum fyrir kökugerð og lauk þeirri vinnu á haustmánuðum 2015.  Menntamálastofnun hefur samþykkt þær og vistað í gagnagrunni sínum. Þetta veitir þeim sem eru með sveinsbréf í kökugerð (konditor) frá erlendum skólum möguleika á að sækja um viðurkenningu á sínu námi hér á landi þegar hún er fengin veitir hún þeim aðgang að meistaranámi og í framhaldi af því að sækja um meistarabréf í greininni. Sótt er um gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum á vef IÐUNNAR fræðsluseturs.

“Hér er um afar mikilvægt réttindamál að ræða og má með sanni segja að loksins sé kökugerð orðin fullgild iðngrein á Íslandi 89 árum eftir að hún varð fyrst lögvernduð. Betra er seint en aldrei,”

segir Sigurður Már kökugerðarmeistari í samtali við veitingageirann.

Starfslýsingin og hæfnikröfurnar er hægt að lesa á vef Konditorsambands Íslands hér.

Eins og sést í pdf meðfylgjandi skjali hér frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu var lagt til að kökugerð yrði lögð niður.

 

Mynd: úr safni