Konditorsamband Íslands afhenti nýendurkjörnum Forseta Íslands Forsetakökuna

Konditorsamband Íslands
Konditorsamband Íslands stofnað
16.05.2012
forsetakakan
Uppskriftin af Forsetakökunni
02.07.2012
Sýna allt

Konditorsamband Íslands afhenti nýendurkjörnum Forseta Íslands Forsetakökuna

Forseti

Árrisulir konditor meistarar voru saman komnir í Bernhöftbakarí í morgun en tilgangur þessa samstarf er Forsetakakan 2012, verið var að klára að skreyta kökuna. Síðan var kökunni fylgt eftir þar sem hún var afhent nýendurkjörnum Forseta Íslands á Bessastöðum nú í hádeginu.

Virtist hún bragðst vel enda einvala lið fagmanna hér á ferð með samanlagða margra áratuga reynslu af kökugerð í farteskinu, frábært framtak hjá konditor.is auk þess sem þetta vonandi kemur til með að auka áhuga bakara og kökugerðarmanna á konditornámi.

Forsetakakan 2012 er saman sett úr frönskum möndlubotni, karamellu og súkkulaði mousse og með steyptum hindberjakjarna. Auk þess verður hún meðal annars skreytt með blásnum og teygðum sykri.

Sú hugmynd kviknaði hjá okkur á stjórnarfundi í Konditorsambandinu að, fátt væri betra eftir langa og stranga kosningarbaráttu, en góð kaka. Þegar niðurstaða kosningarinnar lægi fyrir, gæti sá sem vann litið fram á veginn og fengið sér eitthvað sætt, en skilið það súra að baki. Enda er konditori oft nefnt hin sæta list,

sagði Sigurður Guðjónsson Bernhöft í samtali við freisting.is.

Uppskrift af Forsetakökunni er hægt skoða með því að smella hér.

Hægt að skoða myndir með því að smella hér.

Vídeó

 

Myndir, vídeó og texti: Matthías Þórarinsson